Spurning:
Góðan dag.
Mig langar til að fá upplýsingar hjá sérfræðingi í kvensjúkdómum. Þannig er mál með vexti að ég er í dag 40 ára gömul og hætti á blæðingum fyrir rúmu ári síðan. Hef farið til kvensjúkdóma lækna x 2 síðan og fengið Progynon töflur til að koma af stað blæðingum en svo gerist bara ekkert meir. Fór líka í blóðprufur sl. vor og þá var mér sagt að estrógen framleiðlan væri alveg í fínu lagi. Þannig að spurning mín er: Ætti ég að fara á einhver hormón, til að fyrirbyggja beinþynningu og svoleiðis eða ætti ég að bíða með það? Er ég ekki frekar ung til að vera hætt á blæðingum?
Svar:
Því miður er aðstaðan þannig hjá okkur núna að kvensjúkdómalæknir okkar Arnar Hauksson er í tímabundnu fríi, ég vona þó að eftirfarandi upplýsingar komi að einhverju gagni. Það sem ég get ráðlagt þér í þessari stöðu er að lesa þér til um tíðarhvörf kvenna, að vera 40 ára og komin á breytingaskeiðið, blæðingar að hætta o.þ.h. er ekkert of ungt. Þú verður sjálf að meta það hvort þú vilt vera á hormónum næstu árin til að létta þér róðurinn ef hann er þá eitthvað erfiður og sporna hugsanlega við beinþynningu. Það eru afar skiptar skoðanir meðal lækna og annars fagfólks um ágæti hormóna, þeir hafa kosti og galla. Þess vegna tel ég afar mikilvægt að þú takir sjálf ákvörðun um það hvort þú farir á hormóna eða ekki. Ég held að í þínu tilfelli væri gott fyrir þig að hitta þinn heimilislækni og ræða þessi mál opið við hann, biðja hann um að segja þér kosti og galla við hvort um sig, það er alls ekki nauðsynlegt að vera veikur til að fara til læknis, stundum er gott að hitta lækninn sinn eingöngu til að leita ráða hjá honum. Þannig getur þú einnig á bestan hátt fengið hlutlaus ráð.Hér eru nokkrar greinar af vefnum okkar.http://www.doktor.is/grein/efni/grein.asp?id_grein=2533&flokkur=4&leit=tíðahvörfhttp://www.doktor.is/grein/efni/grein.asp?id_grein=394&flokkur=4&leit=tíðahvörfhttp://www.doktor.is/grein/efni/grein.asp?id_grein=1832&flokkur=4&leit=tíðahvörfhttp://www.doktor.is/grein/efni/grein.asp?id_grein=829&flokkur=4&leit=tíðahvörfhttp://www.doktor.is/grein/efni/grein.asp?id_grein=631&flokkur=4&leit=breytingaskeiðhttp://www.doktor.is/grein/efni/grein.asp?id_grein=1439&flokkur=4&leit=breytingaskeiðhttp://www.doktor.is/grein/efni/grein.asp?id_grein=2547&flokkur=4&leit=breytingaskeið
Með kveðju og ósk um gott gengi
Jórunn Frímannsdóttir
Hjúkrunarfræðingurwww.Doktor.is