8 mánaða með hlaupabólu

Spurning:

Ég er með 8 mánaða gamla stúlku, 8 kíló að þyngd, sem er með hlaupabólu. Hún er með mjög milkil útbrot og mikinn kláða. Má gefa henni phenergan fyrir svefn og þá hversu mikið?

Kveðja.

Svar:

Prómetasín (innihaldsefni Phenergans) hefur verið tengt við skyndidauða ungbarna en það hefur ekki verið staðfest. Því er ekki hægt að mæla með notkun þess fyrir börn yngri en tveggja ára.

Jón Pétur Einarsson, lyfjafræðingur