korónaveiran

Er fólk með gigt sem er á imraldi og methotrexate í áhættuhóp vegna korónaveirunar?

Komdu sæl/l og þakka þér fyrir fyrirspurnina.

Samkvæmt upplýsingum af vef landlæknisembættissins og Covid.is  hækka líkur á alvarlegum sjúkdómi vegna kóronaveirunnar með hækkandi aldri, sérstaklega eftir 50 ára aldur. Einstaklingar með undirliggjandi vandamál eru í aukinni hættu á alvarlegri sýkingu ef þeir smitast af COVID-19 sjúkdómi. Ekki er vitað nákvæmlega hversu mikið aukin hættan er ef þessi vandamál eru til staðar, en þegar borin eru saman væg og alvarleg tilfelli er greinilegt að ákveðin vandamál voru til staðar hjá mun fleirum með alvarlegan sjúkdóm en vægan sjúkdóm. Þessi vandamál eru: hár blóðþrýstingur/hjartasjúkdómar, sykursýki, langvinn lungnateppa, langvinn nýrnabilun og krabbamein.

Einstaklingar sem reykja virðast vera í aukinni hættu á alvarlegum sjúkdómi en ekki er hægt að útiloka að þar sé í raun langvinn lungnateppa undirliggjandi vandamál sem eykur alvarleika sjúkdómsins.

Á þessari stundu er  óvíst hvort ónæmisbælandi meðferð (s.s. sterar, methotrexate eða líftæknilyf) eykur líkur á alvarlegri kórónaveirusýkingu.

Gangi þér vel

Sigríður Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur