Á ég að fara með hana til sálfræðings?

Spurning:
Ég á í smá vandræðum með dóttur mína það er eins og hún sé ekki að hlusta á mig og hún gerir allt öfugt sem ég byð hana. Hún er alltaf grenjandi og pissar á sig og kúkar á sig. ( hún er 5 ára ) ég er að gefast upp ég er á tvemur tegundum af þunglyndislyfjum og ég get ekki meir ég hef ekki orku í hana og svo á ég ein strák sem er tveggja ára. hann er aðeins auðveldari. Það er stundum eins og stelpan fari í einhvers skonar trans fer alltaf í svona hlutverk sé hin og þessi í kringum hana og hún sé mamman eða hin eða þessi fóstra á leikskólanum.

Er ég að gera eitthvað rangt gagnvart henni? Á ég að fara með hana til sálfræðings?

Hjálp.

Svar:
Þú getur lesið svar við svipaðri spurningu hér á doktor.is þar sem minnst var á andstöðuþrjóskuröskun. Kannski á það sama við í þínu tilfelli.Þú ert greinilega aðframkomin og þreytt á þessu öllu saman, ráðalaus. Ég ætla ekki að fullyrða að þú gerir eitthvað rangt en ég fullyrði að ef þú færð góð ráð hjá sálfræðingi og breytir þinni hegðun gagnvart dótturinni samkvæmt þeim þá breytist hennar hegðun.

Svarið er því: Já, þú átt að leita til sálfræðings.

Gangi þér vel
Reynir Harðarson
sálfræðingur
S: 562-8565