Spurning:
Ég var að velta því fyrir mér hvort þið gætuð sagt mér af hverju ég á stundum erfitt með að ná djúpa andanum þegar ég hleyp. Ég er svo til nýbyrjaður að hlaupa stuttar vegalengdir
Svar:
Líklegasta skýringin þykir mér vera sú að þú sért ekki búinn að þjálfa upp gott þol og því andar þú grunna öndun við áreynslu. Mér skilst á bréfi þínu að þú sért nýbyrjaður að hlaupa. Ég tel líklegt að þú náir smám saman betra þoli og náir þá dýpri öndun við áreynslu. Ég vil benda þér á síðuna www.hlaup.is þar er að finna miklar upplýsingar fyrir hlaupara.
Bestu kveðjur, Ágústa Johnson, framkvæmdastj.
Hreyfing, heilsurækt
Faxafeni 14 108 Reykjavík
s. 568 9915
Hreyfing gerir lífið betra
Kíktu á heimasíðu okkar www.hreyfing.is