Mig langar að vita af hverju maðurinn minn fer alltaf fram á klósettið og klárar sig, þó svo að ég sé búin að fá fullnægingu einu sinni til þrisvar sinnum. Seinna segi ég svo:
„Nú verður þú að koma og fá fullnægingu inni í mér, en hann hættir alltaf og kemur með einhverja afsökun. Af hverju!? Er hann bara sá eini eða er þetta til?
Við höfum ekki lifað kynlífi í mjög mörg ár, bæði af því ég neitaði honum um það nema með því skilyrði að hann vildi fá fullnægju með mér. En eftir á hugsa ég:
„Kannski veit ég ekkert af hverju hann vildi það ekki, eða gat það ekki“.
Hvað veit ég, ekki sagði hann mér neitt og vildi ekki tala um það. Kannski var /er eitthvað að sem ég hef ekki hugmynd um! Er til svar við þessari spurningu?
Ég vil taka fram að hann var minn fyrsti og kenndi mér allt um kynlíf!
Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.
Erfitt er að svara til um hvað manninum þínum gengur til, enda er hann sá eini sem ætti að geta það. Erfiðleikar í samlífinu er algengt vandamál og ætti að meðhöndla vel og vandlega, en ekki láta það yfir sig ganga „og bíða“. Það getur bæði skapað togstreitu og tortryggni innan sambandssins.
Ég mæli eindregið með að fara með þetta til sambandsráðgjafa eða leita til kynlífsráðgjafa, annað hvort þú ein til að byrja með og/eða með manninum þínum. Með því að slá „kynlífsráðgjöf“ í leitarvef koma upp síður þar sem slík þjónusta og ráðgjöf er í boði.
Gangi ykkur sem allra best,
með kveðju,
Lára Kristín Jónsdóttir
Hjúkrunarfræðingur.