Að leita eða horfa innávið hvernig gerir maður það. ‘Eg er hvorki þunglyndur né vill á geði.mig langar bara að vita. Kv.
Sæll og takk fyrir fyrirspurnina.
Innhverf íhugun hefur verið vinsæl leið að sínum innri manni í mörg ár. Ákveðinni tækni er beitt til að ná stjórn á huganum. Best er að læra það undir handleiðslu og eftir það er hægt að nota aðferðina sjálfur hvar og hvenær sem er. Margir temja sérað stunda innhverfa íhugun daglega en hún þarf ekki að taka langan tíma,kannski bara nokkrar mínútur.
Ef þú vilt kryfja einhver gömul mein eða reynslu gæti sálfræðingur hjálpað þér annað hvort með viðtalsmeðferð eða sálgreining hjá geðlækni.
Yoga nidra sem er kyrrðarjóga án líkamlegrar áreynslu er einnig góð leið til innri slökunar og stjórn.
Yoga nidra og innhverf íhugun er hægt að læra á netinu þó ég mæli með að læra það fyrst hjá vönum þjálfurum.
Gangi þér vel
Guðrún Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur