Að nota dagkrem yfir nætur.

Var að velta fyrir mér hvort einhver húðlæknir vissi hvort það sé í lagi að nota dagkrem yfir nóttina í stað næturkrems. Ég er að nota Sheer Hydration rakakrem frá Neostrata sem er með spf 40 sólavörn.

Ef það er ekki í lagi hvernig næturkrem mynduð þið mæla með sem er ekki of dýrt. Er oft með rauða húð, acne-prone-a húð, og smá þurrku bletti en líka samt feita húð.

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina.

Vissulega er betra fyrir þig að vera með rétt krem fyrir þína húð séstaklega þar sem þú nefnir að þú eigir við vandamál að stríða, en heilt yfir þá er ekkert sem bannar það að nota dagkrem sem næturkrem.

Við mælum með að fá ráðleggingar hjá fagfólki í apótekum og/eða snyrtifræðingum sem geta skoðað húðina þína.

með kveðju,

Lára Kristín Jónsdóttir

Hjúkrunarfræðingur.