að sjá allt í einum lit.

Ég er farin að upplifa það undanfarnar ca 2 vikur að þegar ég vakna eða er alveg nývöknuð þá sé ég eins og bakgrunnslit á því sem ég horfi á, það er eins og litur hafi hellst yfir allt. Oftast er þetta gulur litur en hefur líka verið grænn – þetta er mjög sérkennilegt og eitthvað sem ég hef aldrei upplifað áður. Það tekur stundum smá tíma að fá skýra mynd eða að losna við litinn. Þetta gerist eingöngu þegar ég er ný-vöknuð af svefni.

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Skýringin á þessu er ekki auðséð og líklegast best að þú heyrir í þínum heilsugæslulækni og fáir aðstoð við að skoða og meta hvað hér getur verið á ferðinni.

Með kveðju

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur