Að sofa laust

Að sofa laust – er það merki um taugaveiklun?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Það geta verið margar skýringar á bakið það að sofa laust. Það er ekki endilega merki um taugaveiklun, alls ekki.
Svefntruflanir geta verið vegna verkja, þunglyndis, stress eða kvíða, næturþvagláta, ofnæmis eða kvefs, fótaóeirðar eða fótakrampa, kæfisvefns og annarra undirliggjandi ástæðna.

Því er um að gera að koma á stað góðum svefnvenjum, hafa svefnherbergið svalt og myrkvað, lesa góða bók eða td fara í heitt bað fyrir svefninn. Svo er ekki ráðlagt að hafa raftæki inni í herberginu, eins og td síma, spjaldtölvur, sjónvarp. Einnig er gott að forðast að borða þunga máltíð skömmu fyrir svefn og að takmarka skjánotkun fyrir svefn.

Annars ef ekkert af þessu virkar til að bæta svefninn þá mæli ég með að þú pantir þér tíma hjá þínum lækni og ræðir þetta við hann.

Gangi þér vel,

Sigrún Sigurjónsdóttir, hjúkrunarfræðingur