að taka blóðþrýstingslyf og stinningarlyf

sælir

ég er að taka blóðþrýsti lyfin Lopress og Amló, sem valda því að ég á erfitt með að halda stinningu, ég hef prófað að taka viagra og samheitalyf, en þau virðast ekki virka, breytir einhverju að hætta að taka blóðþrýsti lyfin í smá tíma
og taka svo stinninga lyfin?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Blóðþrýstingslyf á aldrei að hætta að taka nema í samráði við lækni og getur hár blóðþrýstingur einn og sér líka valdið ristruflunum. Ristruflun er þekkt aukaverkun ýmissa blóðþrýstingslyfja og þá sérstaklega vatnslosandi lyfja en það eru eru líka til flokkar blóðþrýstingslyfja þar sem þetta hefur minni áhrif eins og Alpha blokkarar og ACE hemlar. Ræddu þetta við þinn heimilislækni/þvagfærasérfræðing og kannski er hægt að finna blóðþrýstingslyf sem henta þér og eru ekki með þessa aukaverkun. Læt fylgja með smá lesningu um blóðþrýstingslyf.

Gangi þér vel,

https://doktor.is/grein/blodthrystingslyf

með kveðju,

Thelma Kristjánsdóttir

Hjúkrunarfræðingur.