Góðan dag.
Hvað er vænlegast að gera þegar maður er einn í sóttkví og félagslega einangraður? Hvað er besta ráðið til að halda geðheilsu í þeim aðstæðum?
Fyrirfram takk fyrir svarið.
Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.
Á þessum tímum er mjög mikilvægt að vera jákvæður og halda í fastar rútínur eins og maður getur. Nýta sér tæknina og skjáast með vinum og vandamönnum, spila við einhvern, hlusta á eitthvað gott nú eða horfa á eitthvað skemmtilegt og jákvætt. Púsluspil hafa verið vinsæl á þessum tímum og/eða handavinna og föndur. Margir hafa nýtt þennann tíma og farið í smá naflaskoðun, hugleitt, gert jógaæfingar og farið í slökun. Mikilvægast er að láta ástandið ekki gleypa sig og sökkva sér niður í hugmyndir um hvað-hvernig og hvers vegna heldur taka því sem að höndum ber, því þetta gengur yfir. Læt fylgja með leiðbeinignar sem Geðhjálp setti fram um geðheilsu á þessum skrýtnu tímum.
Gangi þér/ykkur vel.
með kveðju,
Thelma Kristjánsdóttir
Hjúkrunarfræðingur.