ADHD

Er ADHD sjúkdómur

Sæl/ll,

ADHD er skilgreint  sem taugaþroskaröskun

ADHD eða athyglisbrestur með ofvirkni er röskun á taugaþroska sem lýsir sér í einbeitingarerfiðleikum, ofvirkni og hvatvísi. ADHD er ein algengasta hegðunarröskun barna og unglinga og veldur þeim, fjölskyldum þeirra og nánasta umhverfi verulegum óþægindum og truflunum. Algengt er að einstaklingurinn fái ekki notið hæfileika sinna vegna þessa, auk þess sem ADHD fylgja oft aðrar raskanir. Þá hafa rannsóknir sýnt að í mörgum tilvikum halda einkenni áfram fram á fullorðinsár, stundum í nokkuð breyttri mynd.

Meðfylgjandi er tengill á ADHD samtökin og fræðslu sem þar er að finna og kemur þér mögulega að gagni

Gangi þér vel,

Bylgja Dís Birkisdóttir, hjúkrunarfræðingur