Ég er að æfa hlaup og á það til að taka þátt í götuhlaupum! En svo fór ég að rýna betur í lyfjaskrá hjá lyfju og þar kemur fram að lyfið sem ég tek: medikinet við ADHD má ekki nota í keppnum! Er eitthvað í lyfinu sem gerir það að verkum að ég megi ekki taka lyfin og keppa?
Í Sérlyfjaskrá kemur eftirfarandi fram um lyfið Medikinet:
,,Lyfjapróf: Þetta lyf inniheldur methylphenidat sem getur gefið falskt jákvætt svar við prófi fyrir amfetamínum, einkum þegar notuð eru skimunarpróf með mótefnamælingu. Íþróttafólk þarf að vera meðvitað um að þetta lyf getur valdið því að það komi jákvæð niðurstaða úr lyfjaprófi.“ (https://www.serlyfjaskra.is/FileRepos/ce928131-d77a-e811-80e6-00155d154611/Medikinet_SmPC.pdf)
Hér getur þú svo lesið þér til um reglur lyfjaeftirlits Íslands:
http://www.isi.is/lyfjaeftirlit/
Gangi þér vel,
Oddný Þorsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur