Aðskotahlutur v/bakfæðis

Getur bakflæði v/þindarslits lýst sér eins og að það standi í manni eftir máltíðir? Eins og það sé aðskotahlutur fastur í hálsinum og/eða lungum?

Sæl (l) og takk fyrir fyrirspurnina.

Það er hugsanlegt að þetta stafi af þindarslitinu en alls ekki víst. Ég ráðlegg þér að leita til þíns heimilislæknis til að fá úr því skorið. Hann myndi vísa þér í viðeigandi rannóknir ef hann telur þörf á.

Það er auðvitað ekki eðlilegt að finnast eins og aðskotahutur sé í hálsi eða lungum þegar borðað er og þarf að finna orsök þess.

Gangi þér vel,

Svanbjörg Pálsdóttir.

Hjúkrunarfræðingur.