Æðaflækja

Hæhæ ,

Æðaflækja í eista, getur hún orsakað verki í þindinni, maga og leitt út í typpi og endaþarm?
Getur hún leitt til þess að maður finni enga pissuþörf ?

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Æðaflækjur í pung eru í flestum tilfellum án verkja, ef verkir eru til staðar eru þeir yfirleitt staðbundnir í pung, nára eða niður í læri. Þess vegna ráðlegg ég þér að leita til heimilislæknis vegna þíns vanda þar sem svo útbreiddir verkir eins og þú lýsir eru eitthvað sem þarf að skoða betur. Hægt er að framkvæma aðgerð til að loka fyrir æðaflækjuna þegar um verki eða áhrif á frjósemi er að ræða.

Gangi þér vel.

Oddný Þorsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur