æðaslit i auga

bloðhlaupið auga

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Það eru oft ekki skýringar á því af hverju æð í hornhimnu rofnar og getur það gerst fyrirvaralaust.  Algengar ástæður eru annars mikil líkamleg áreynsla, hóstakast,uppköst eða hnerrri. Eins áverki á auga og aðgerðir á auga. Einstaka sinnum getur þetta verið merki um háan blóðþrýsting, illa stjórnaða sykursýki eða augnsýkingu.    Eins eru þeir sem eru á blóðþynnandi meðferð eða fyrirbyggjandi meðferð eitthvað útsettari fyrir blæðingu. .  Venjulega hreinsast blæðingin  upp á einni eða tveimur vikum og óþarfi að grípa inn í það ferli.

Ef blæðing er endurtekin eða önnur einkenni fylgja skaltu leita strax til þíns heimilislæknis.

Gangi þér vel.

Guðrún Ólafsdóttir

Hjúkrunarfræðingur