Æxli á kalkkyrtli

Er eitthvað vitað að æxli á kalkkyrtli hafi áhrif á hormónakerfið t.d brennslu Hef reynt að hreyfa mig aðeins enn fæ mikla þreytu og verki í líkamann Er að bíða eftir aðgerð enn hef verið að hreyfa mig reglulega enn núna segir líkaminn stopp Á þetta eitthvað við minn sjúkdóm Vona að heyra frá ykkur Takk takk

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Kalkirtlar eru einmitt hluti af hormónakerfi líkamans og æxli á kalkirtli gæti því haft áhrif þar á.

Svo hugsanlega getur það verið ástæða þess að þér finnist líkaminn segja stopp.

Ég ráðlegg þér að láta lækninn þinn vita af þessari breytingu, það gæti mögulega haft einhver áhrif á biðtímann eftir aðgerðinni.

Einnig gæti verið að eitthvað annað sé að hrjá þig og því mikilvægt fyrir þig að heyra í lækninum þínum.

Gangi þér vel,

Svanbjörg Pálsdóttir

Hjúkrunarfræðingur