Af hverju er Tofranil ekki á skrá?

Spurning:

Af hverju er lyfið Tofranil ekki á skrá yfir lyf á Doktor.is?

Svar:

Þunglyndislyfið Tofranil (Ímípramín) er svokallað þríhringlaga þunglyndislyf. Þessi lyf hafa mun meiri aukaverkanir en nýrri lyf. Nú hafa sem sagt önnur lyf komið í stað þessa lyfs. Tofranil er ekki lengur fáanlegt, það er búið að afskrá það. Í lyfjaskránni hjá Doktor.is eru einungis lyf sem hafa markaðsleyfi á Íslandi, þessvegna er Tofranil ekki í skránni (það er búið að eyða því út.

Kveðja,
Jón Pétur Einarsson, lyfjafræðingur