Spurning:
Hæ, ég er 24 ára kona, ég hef aldrei átt börn en ég held að ég sé með legsig. Þegar ég var sextán ára þá fann ég fyrir einhverju skrítnu þarna niðri og fór til kvensjúkdómalæknis og hann varð voða hissa og sagði að það stæðist varla en að ég væri líklega með legsig. Hann sagði mér bara að gera æfingar og ekkert meira. Núna 8 árum seinna hef ég ekkert farið aftur til læknis en þetta hefur ekkert lagast frekar versnað, mín spurning er, af hverju fær maður legsig og hvað er hægt að gera núna eftir svona langan tíma?
Svar:
Sjálfsagt getur þessi greining átt við rök að styðjast, en aðal ástæður þess að konur fá legsig eru þær að grindarbotnsvöðvar og annar stoðvefur í grindarbotni getur gefið sig eða slaknað. Hins vegar eru fjölmargar orsakir fyrir því að slíkt gerist. Það er eðlilegast að þú leitir til læknis og fáir úr því skorið hvað um er að ræða, en meðferðin ræðst af því.Bestu kveðjur,Valur Þór Marteinsson