Af hverju seinkar tíðahringnum?

Spurning:

Sæll.

Mig langar að spyrja þig að einu. Málið er að ég byrja venjulega þann áttunda á túr, og það hefur aldrei verið óreglulegt en svo í næsta mánuð seinkaði mér alveg til 21. og núna er ég ekki enn byrjuð og það er 25. og ég veit að ég get ekki verið ólétt. Veistu hvað er að, þarf ég að fara til læknis?

Svar:

Sæl.

Það er í raun ekkert óeðlilegt að tíðahringurinn fari aðeins á flakk. Ef þú ert á pillunni þá er möguleiki að hún henti þér ekki, það er þó ólíklegt að það gerist allt í einu. Annað sem getur seinkað tíðahringnum er stess, miklar æfingar, mikil megrun og slíkir hlutir. Ef þú ert nálægt fertugsaldri þá verða tíðahringir oft óreglulegir fyrir tíðahvörf.

Það sem læknir mun gera ef þú ferð til hans er að láta þig taka þungunarpróf, þó svo að þú segist ekki vera ólétt. Þess vegna skaltu taka slíkt próf.

Ef það er ekkert hér að ofan sem getur skýrt þetta hjá þér og vandamálið heldur áfram, ættirðu að huga að því að fara til læknis. Það er alltaf góð hugmynd að hitta lækni þegar maður upplifir óreglulegar blæðingar.

Kveðja,
F.h. Félags um forvarnir læknanema, forvarnir.com
Jón þorkell Einarsson, læknanemi