Spurning:
Heil og sæl!
Mig langar að fá skýringuna á því hvað það er sem gerist ef mjólkin súrnar hjá manni í kjölfar þess að stunda líkamsrækt með barn á brjósti. Ég lenti í þessu, fór of geist af stað en er allt að lagast en ég hef aldrei fengið útskýringu á því hvað það er sem veldur.
Kv Mamma
Svar:
Komdu sæl
Það sem gerist í líkamanum ef hann reynir of mikið á sig er að vöðvarnir verða fyrir súrefnisskorti og við það myndast í þeim mjólkursýra sem síðan berst í blóðið og þaðan út í mjólkina. Mjólkin fær súrt bragð og minnkar oft á tíðum tímabundið í kjölfarið. Vonandi gengur þetta hratt og vel til baka.
Kveðja,
Dagný Zoega, ljósmóðir