Áfallaröskun

 

Spurning:

29 ára – kona


Ég gæti þegið ráðleggingu varðandi reiði Ég hef lend í ýmsum áföllum og greinst með áfallaröskun.
Og vegna þess að ég get ekki útklárt þau mál vegna ýmissa aðstæðna, hefur reiðin stigmagnast sem og haturinn.
Ég lendi í því að það var ráðist á mig við vinnu af manni sem átti við andleg vandamál að stríða sem hann virðist ekki fá neina aðstoð við. Þekkti hann ekki neitt og var ég hvorki sú fyrsta né síðasta sem hann hefur ráðist á. Gengur laus því það skortir úræði fyrir svona hættulega menn. Og hefur hótað manni að klára dæmið. En satt best að segja er hann minnsta vandamálið.
Hann er alvarlega veikur maður sem fær ekki hjálp, þó svo að ég hef heyrt að fjölskylda hans hefur leitað þess. En til að halda áfram lendi ég í einelti í vinnu vegna árásinnar og var það mun verra en hitt. Vegna þess að ég átti að hafa átt sök og annað, t.d voru nýir starfsmenn varaðir við því að ég væri hættuleg og margt annað ljót. Og endaði þetta með að maður sem var hvað verstur í þessu, sá til þess að ég myndi ekki vinna þar framar. Slasaði mig er ég var komin stutt á leið, og var mér ekki trúað af neinum. Þó svo að meiðsli voru til staðar staðfest. Og yfirmenn vildu ekki skipta sér af og reyndi að koma sér algjörlega undan. Ég stimpluð sem einhver að reyna að hefna sín fyrir eitthvað. Ég og maður minn vorum búin að leggja mikið á okkur til þess að verða ófrísk, og að fá svona í andlitið slösuð og komin stutt á leið olli mig miklum vanlíðan. En ég hafði frábæran kvennsjúkdómslæknir og mjög góðan geðlæknir til að aðstoða mig. Mér var ráðlagt af þeim báðum að kæra ekki st rax heldur láta barnið hafa allann forgang. Þetta voru réttar ráðleggingar á þeim tíma, þó svo er ég var búin að eiga var vonlaust að reyna kæra neitt. Öllu neitað og annað, ég gafst upp á þessu rugli, það var gefið í skyn að ekkert hafði komið fyrir og fleira en samt fékk maður veikindarétt og annað. Þeir skelltu öllu á mig, enda er maður mætir þessum mönnum, líta þeir undan. Svo heyrði maður alkyns hryllilegar sögur um mann þannig að ég batt enda á öll tengls sem þar voru. Er ég var kominn 9 mánuði mæti ég einum og það fyrsta sem ég var spurð um, var hvar ég ynni núna? Vitandi það hvað hafði komið fyrir mann og væri í veikindafríi.
Er reyndar núna algjörlega óvinnufær síðan og eftir hitt.
Ég á mjög góðan mann og yndislegt barn sem ég hef í raun þurft að hafa lítið fyrir. Frá fæðingu farið snemma að sofa og sofið alla nóttina og aldrei neitt vesen eða svoleiðis. Stundum sagt í gríni að barnið fæddist fullorðið, enda bráðþroskað og virkar eldri.
Ég get ekki hugsað mér að meiða nein, og ef svo væri, væri eina ástæða þess ef einhvern myndi reyna meiða barnið mitt sem ég jú óttast.
Þannig að öll reiðin er föst inní mér og ég get mjög lítið gert til að minnka hana. Það sem ég hef í raun gert er ekki skynsamlegt, reynd að fá útrás í gegnum mat, enda orðin alltof þung og fæ stanslaust að heyra það frá ókunnugum, ekki skemmtileg sko. Hef reynd að fara út að ganga en virðist vera svo óheppin að hitta einmitt þá sem í raun valda mér vanlíðan, fer ekki nánar útí það. Er orðin alltaf einangruð vegna þessa og þó svo að ég hafi reynd að komast út úr þessu, svo sem að fara í líkamsrækt og reyna gera mig fína. Hverf ég oft í mína skel aftur, á erfitt með að treysta. Það hefur komið fyrir að ég hafi fengið útrás fyrir reiðinni, t.d einu sinni 6 mánuðum eftir keisara, sá ég hvað nokkrir menn voru að reyna að ná bíl uppúr drullupoll en ekkert gekk og gáfust þeir upp, en ég gekk að bílnum að spurði hvort ég gæti aðstoðað? Maðurinn leit á lágvöxnu feitu mig og sagði fyrst að þeir gátu það ekki voru engar líkur að ég gæti það. Í stuttu máli, lyfti bílnum úr þessu, þökk s é miklu reiðinni inní mér. Leið vel lengi eftir þetta. Reyni að beina reiðinni í rétta leið en bara stundum er það mjög erfitt. Sérstaklega er ég fæ svona flashback, sem kemur alltaf er ég sé einhver úr vinnunni.
Ég veit að þetta virðist ótrúlegt að einhver gæti lend í þessum aðstæðum en staðreyndin er sú að ég hefði miklu frekar að það hefði ekki komið fyrir. Ég fer enn til geðlæknir en í raun ekki nógu oft. Ég vil eignast annað barn en veit ekki hvort ég get það. Meðgangan var mjög góð sem slík en allt of mikið kom uppá og ég þyngdist rosalega og fékk nákvæmlega engar hríðar, þrátt fyrir aðstoð, svo eina leiðin var í raun keisari sem ég var mjög fljótt að jafna mig af. Fór heim eftir 3 daga, hefði farið fyrr ef ég hefði fengið að komast upp með það og engar fylgikvillar né neinar vanlíðan gagnvart fjölskyldunni. Sem betur fer.
Svo vandast nefnilega málin því að fjölskyla mín veldur mér togstreitu, við erum búin að aðstoða hana mjög mikið en alltaf vilja þau meira pening, þannig að við skuldum í raun vegna þeirra, því ég get ekki sagt nei við höfuð fjölskylduna, þó svo að ég veit að það fer í rugl. Spilakassa nefnilega. Það er eins og það eina sem ég er fyrir þ
au er einhver peningavél, hefur ekki samband öðruvísi. Vil ekki fara nánar út í það. Veldur togstreiti í annars mjög góðu hjónabandi. Var hætt að láta hana fá pening en lendi þá í þeirri aðstöðu að vera að borga reikningana í staðin svo að húsnæðið væri öruggt. Mikið reynd að spila með samviskuna.
Er ég með ranghugmyndir? Er þetta of ótrúleg?
Einhverjar hugmyndir?
Fyrirfram þakkir.

Svar:

Kæri bréfritari,

Þú lýsir mjög erfiðri lífsreynslu með miklum mótbyr. Þú verður fyrir árás og upplifir að þér sé ekki trúað þegar þú segir frá því sem gerðist. Í kjölfarið verður þú fyrir einelti á vinnustað, yfirmenn þínir bregðast þér og þú missir vinnuna. Þú ert farin að einangra þig af ótta við að hitta fyrra samstarfsfólk, þú átt erfitt með að treysta fólki og upplifir mikla reiði sem þú veist ekki hvað þú átt að gera við.
Þrátt fyrir allt þetta hefur þú reynt að kæra, sótt þér faglegrar aðstoðar hjá geðlækni, byrjað í líkamsrækt og skrifað þessar línur til að fá frekari hjálp og ráðleggingar. Með þessu sýnir þú mikinn styrk, frumkvæði, orku og hæfni til að breyta núverandi aðstæðum.

Einkenni áfallastreitu eru endurupplifun á hinum skelfilega atburði í draumi eða vöku. Að auki koma fram mörg eftirfarandi einkenna: Skortur á hæfni til að upplifa gleði, áhugaleysi um samskipti við aðra, tilfinningalegur doði, svefnvandamál, einbeitingaskortur, pirringur, að hrökkva í kút af minnsta tilefni, að forðast það sem gæti minnt á áfallið. Margir upplifa kvíða, þunglyndi, reiði og sjálfsmorðshugsanir.

Þú spyrð hvort þú sért með ranghugmyndir og hvort frásögn þín sé of ótrúleg. Svarið við báðum spurningunum er nei. Sagan þín og einkennin sem þú lýsir eru í góðu samræmi við áfallaröskun. Hinar sterku óþæginlegu tilfinningar sem koma allt í einu, eins og reiði, geta stafað af því að eitthvað í lífi þínu minnir á vondu atburðina sem þú varðst fyrir.
Einkenni eftir áföll hverfa oftast eftir ákveðinn tíma en hjá sumum verða einkennin viðvarandi.

Það getur verið einstaklingsbundið hvað fær fólk til að finna fyrir öryggi aftur eftir áföll. Það sem oft virkar best er að fá stuðning frá vinum og fjölskyldu þannig að allir vinni saman að því að koma lífinu í jafnvægi aftur. Það er mikilvægt að geta rætt atburðinn við vini og fjölskyldu og fá þína nánustu til að leita sér upplýsinga um hvað þeir geti gert til að styðja við bakið á þér.
Það er mikilvægt að þú reynir að finna út hvað veitir þér öryggiskennd þannig að þú getir farið að lifa lífinu aftur án þess að finna fyrir hræðslu, vantrausti og reiði.

Þú talar um að þér finnist þú þurfa fleiri tíma hjá geðlækni þínum og ráðlegg ég þér eindregið að tala um það við hann og biðja um fleiri tíma. Hann getur hjálpað þér við að skoða hvernig þessi vonda reynsla hefur áhrif á þig í dag og hjálpað þér að vinna með reiðina og traustið.

Gangi þér vel,
Silja Magnúsdóttir, sálfræðingur

Geðhjálp