Áfengi á meðgöngu?

Spurning:
Er í lagi að drekka léttbjór á meðgöngu? Þá er ég að sjálfsögðu að tala um í hófi einn á laugardagskvöldi?

Svar:
Alkohól, virka efnið í öllu áfengi, veldur fósturskaða. Sá skaði er í réttu hlutfalli við magn þess áfengis sem neytt er en einnig fer skaðinn eftir því á hvaða þroskaferli fóstrið er. Hvar mörkin liggja milli þess hvað er óhætt og hvenær og hvað og hvenær ekki eru óljós og því er ráðlagt að sleppa algerlega áfengisneyslu á meðgöngu.  Til nánari glöggvunar vil ég benda þér á dreifiritið ,,Vímuefni og meðganga" sem gefið var út árið 2002 af Áfengis- og vímuvarnaráði í samvinnu við Landlæknisembættið og Miðstöð mæðraverndar.

Kveðja,
Dagný Zoega, ljósmóðir