Áfengi á pensillínkúr, er það í lagi?

Spurning:

Sæll Jón Pétur!

Er óhætt að drekka áfengi þegar maður er á 10 daga pensilínkúr? Ég held að lyfið heiti fullu nafni Kåvepenin.

Með von um skjót viðbrögð.

Kveðja.

Svar:

Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.

Jón Pétur Einarsson,
lyfjafræðingur