Áfengi og Roaccutan?

Spurning:
Af hverju má ekki drekka á meðan maður er á Roaccutan ?
Svar:
Bæði áfengi og Roaccutan hafa áhrif á lifrarstarfsemi. Því er ekki mælt með því að neyta áfengis meðan Roaccutan er tekið inn.

Finnbogi Rútur Hálfdanarson

lyfjafræðingur