Æfingar og stærri brjóst?

Spurning:
Halló. Ég sá grein um daginn að hægt væri að gera æfingar til að stækka brjóstin sín smá. 
Hvernig eru þessar æfingar? 
Ég er ekkert svo óánægð með mig en það væri gaman að prófa.
Takk fyrir

Svar:
Með því að gera styrktaræfingar fyrir brjóstvöða styrkjast brjóstvöðvarnir og verða þéttari, stinnari og stækka örlítið. Það getur haft þau áhrif að brjóstin virðast aðeins stærri. Brjóstin sjálf eru að mestu fituvefur og ekki beinlínis hægt að stækka þau með æfingum.
 
Kv. Ágústa.