Æfingar vegna ökklabrots

Spurning:

Sæl.

Ég öklabrotnaði 5. ágúst og það var settur í mig nagli. Ég er
ennþá ekki nógu góð og þá aðallega í vöðvum sem ég hef ekki
notað, t.d. finn ég stundum til í táberginu og ofan á ristinni. Einnig kemur fyrir að ég finn til í vöðva innanmegin á hné.
Væntanlega er ég ekki að nota fótinn rétt en eru einhverjar
æfingar sem henta í þessu tilfelli.

Kveðja.

Svar:

Sæl.

Þetta er mjög erfitt að meta án þess að skoða þig. Það þarf að meta hvort einkennin eru frá brotinu sjálfu , beinunum eða mjúkvefjum á svæðinu. T.d ef þú hefur verið lengi í gifsi geta vöðvarnir styst mikið og valdið óþægindum. Það eru margar æfingar sem hægt væri að kenna þér og það er mjög æskilegt að þjálfa á réttan hátt eftir svona áverka . Hins vegar tel ég ekki æskilegt að kenna þær skriflega vegna hættu á að þær verði ekki rétt gerðar og því ráðlegg ég þér að ráðfæra þig við þinn lækni og láta hann meta ástandið.

Kær kveðja,
Ásta V. Guðmundsdóttir, sjúkraþjálfari