afkerju klofna neglur’?

neglur klofna á þumalfingri?

Góðan dag,

Ástæðan fyrir klofnun á nöglum getur verið margskonar. Tíður handþvottur og þurrkun á höndum er algeng orsök, eins eru neglurnar viðkvæmari þegar kalt er úti. Meðhöndlun á ýmsum efnum getur aukið líkur á klofnun nagla, t.d. tíð notkun á naglalakki, naglalakkshreinsi og notkun ýmissa hreinsiefni. Gott er að nota hanska við notkun hreinsiefna t.d. við þrif.  Meðal vítamína sem eru mikilvæg fyrir neglur, eru A, B og C vítamín, auk steinefna, snefilefna , járns og kalks. Því er mikilvægt er að drekka vel og borða fjölbreytta fæðu fyrir heilbrigða húð og neglur.

með kveðju,

Berglind Ómarsdóttir

Hjúkrunarfræðingur