Áhrif áfengis ef Seról er tekið samtímis?

Spurning:

Hvernig áhrif gæti áfengi haft á fólk sem tekur Seról?

Svar:

Bæði Seról (flúoxetín) og alkóhól hafa bælandi áhrif á miðtaugakerfið og öndunarfærin. Þessi áhrif leggjast saman, þannig að útkoman getur stundum orðið meiri en áhrif hvors um sig lögð saman (t.d. 2+2=5, ekki 4). Það að gefa þessi efni saman gefur smá extra áhrif. Það skal tekið fram að þessi milliverkun er væg.

Kveðja,
Jón Pétur Einarsson, lyfjafræðingur