Áhrif heilaskanns og Rivotril á fóstur?

Spurning:
Ég er komin 3 vikur á leið og fór í heilaskann áður en ég vissi að ég væri ófrísk, hefur það einhver áhrif á fóstrið? Líka hef ég verið á krampalyfinu Rivotril!  Hvað á ég að gera?

Svar:
Það eru hverfandi líkur á að heilaskannið hafi í nokkru skaðað fóstrið þar sem það var varla myndað þegar þú fórst í það.  Hins vegar getur lyfið sem þú ert að taka haft áhrif á fóstrið og þess vegna skaltu strax hafa samband við lækninn þinn og segja honum frá þunguninni. Hann metur þá hvort þér sé óhætt að taka þetta lyf eða hvort þú þurfir að skipta um lyf.

Kveðja,

Dagný Zoega, ljósmóðir