Áhrif hreyfingar á kransæðastíflu?

Spurning:

Við erum hér 3 nemar frá Kennaraháskóla Íslands, íþróttafræðisetri, og erum að fara að skrifa ritgerð um hvaða áhrif hreyfing hefur á kransæðastíflu. Okkur vantar upplýsingar um þetta efni og vonumst við til með að þið getið aðstoðað okkur.

Með fyrirfram þökkum.

Svar:

Kæru nemar KHÍ.

Á síðustu árum hefur sífellt aukin áhersla verið lögð á gildi hreyfingar sem forvörn hjarta- og æðasjúkdóma.

Niðurstöður úr rannsóknum Hjartaverndar hafa leitt í ljós helstu áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma hérlendis og hefur verið sýnt fram á að hreyfing lengir lífið. Þessar niðurstöður voru kynntar í tengslum við fyrsta alþjóðlega hjartadaginn, 24. september 2000. Birtust þær í flestum fjölmiðlum hérlendis. Þær eru einnig birtar í tímaritinu HJARTAVERND, 37.árg,1.tbl 2000. Þessar niðurstöður sýna m.a. að reglubundin hreyfing minnkar áhættun á að fá kransæðasjúkdóm um þriðjung og á töluverðan þátt í lækkandi tíðni kranæðasjúkdóma á Íslandi á síðustu árum. Göngur og sund komu sérstaklega vel út. (Hægt að fá eintak endurgjaldslaust í Hjartavernd)

„Effect on Leisure-time Physical Activity and Ventilatory Function on Risk for Stroke in Men: The Reykjavík study. ” Höf. Uggi Agnarson, Guðmundur Þorgeirsson, Helgi Sigvaldason og Nikulás Sigfússon. Tímarit: Annals of Internal Medicine, June 1999, Vol.130,Number 12 er grein sem segir frá niðurstöðum úr rannsóknum Hjartaverndar. (Hægt að fá sérprent greinar í Hjartavernd)

Til merkis um það hvað þáttur hreyfingar er hátt skrifaður sem forvörn á þessu sviði þá var þema fyrsta alþjóðlega hjartadags: Almenn hreyfing. Skilboð dagsins sem haldinn var í yfir 100 löndum var hreyfing daglega í samtals 30 mínútur. www.worldheartday.com er heimasíða alþjóðahjartadagsins.

Evrópsku hjartasamtökin eru samtök sem Hjartavernd á aðild að. Samtökin vinna að því að beita leiðum til að draga úr tíðni hjarta- og æðasjúkdóma. Samtökin ásamt alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) og UNESCO boða til alþjóðahjartadagsins. Skýrsla samtakanna um gildi hreyfingar útg. 1999 „Physical Activity and Cardiovascular Disease Prevention in the Eurpean Union” er birt í heild sinni á www.ehnheart.org

Á heimsíða Hjartaverndar, www.hjarta.is eru tengisíður ýmissa erlendra hjartafélaga og er þar að finna heilmikið efni um gildi hreyfingar skrifað fyrir almenning.

JAMA, Patient page, June 14, 2000-Vol 283, No22 : The Benefits of Regular Physical Acitivity, fjallar um kosti þess að hreyfa sig.

Þá er til svokallaður HEPA-hópur. Hópur fólks hérlendis sem vinnur að því að auka hreyfingu hjá almenningi. Heimsíðan HEPA-hópsins er www.physio.hi.is/hreyfing

„Eru ljón í veginum? ” er bæklingur Landsamtaka Hjartasjúklinga, útg. 1999, endurprent. 2000. Fjallar um gildi hreyfingar til að vernda hjartað.

Mikið hefur verið skrifað um þátt hreyfingar á þessu sviði og er þetta aðeins brot af því sem til er.

Með von um að ykkur gangi vel með ritgerðina,
Ástrós Sverrisdóttir, fræðslufulltrúi Hjartaverndar.