Áhrif lyfja á tíðahringinn?

Fyrirspurn:

Er möguleiki að efexor (300 gr) Seroqel og/eða imovan, að þessi lyf geti ruglað tíðarhringnum. Er búin að vera á þeim í næstum því fjóra mánuði  núna og er ég komin 13 daga framyfir en þungunarpróf samt sem áður neikvæð..

Veit svosem að stress og kvíði hafa líka mikið að segja en ég hef alltaf haft mjög reglulegar tíðablæðingar hingað til..

Með kveðju og von um svar
 

Aldur:
24

Kyn:
Kvenmaður

Svar:

Sæl

Ekki hafa verið skráðar aukaverkanir á tíðarhring kvenna af völdum þessara lyfja. Ef þú finnur fyrir öðrum aukaverkunum af völdum lyfjanna, s.s. þróttleysi, lystarleysi, þyngdarminnkun gæti verið um að ræða óbein áhrif á tíðarhringinn.

Ég legg til að þú hafir samband við lækni ef blæðingar hefjast ekki og meðgöngupróf er neikvætt.

Þórir Benediktsson
Lyfjafræðingur