Aldur á áverkum

Fyrirspurn:

Er hægt að áætla ca. hversu gamlir samgróningar eru þegar krossband í hné slitnar og grær saman við aðnnað.  Hvað rifa í liðbrjóski getur verið gömul og ef flísast hefur uppúr olnbogabeini, er hægt að sjá það ca. hvað það er gamalt?

með fyrirfram þakklæti.

Svar:

það er hægt að sjá hvort áverkar á beinum og liðböndum sé ný tilkomnir eða gamlir.

Það sést á gróandanum og kölkunum sem sjást á myndum og svo bólgumyndun.  

Þannig geta sérfræðingarnir metið hvort áverkinn er nýr eða til dæmis nokkurra ára.

Það er hins vegar mér vitanlega ekki hægt að segja til um það nákvæmlega upp á dag og oft er stuðst við áverkasögu, þ.e. viðkomandi einstaklingur er spurður út í áverka ef mögulegt er.

Vonandi kemur þetta að gagni

Guðrún Gyða Hauksdóttir

Hjúkrunarfræðingur