Allopurinol

Fyrirspurn:

Eg spyr aftur um lyf sem ég tek sem heitir Hexanurat 100 mg /santoz. Ég hef tekið þetta í nærri tvö ár en af hverju er þetta ekki komið á Lyfjaskrá?

Svar:

Sæll,

Samkvæmt innflytjanda stendur til að skrá allopurinol (virka efnið í Hexanurat) og skilst mér að það ferli sé komið í gang en mun sjálfsagt taka nokkra mánuði. Lyfið mun þó líklega ekki vera undir nafninu Hexanurat heldur verður annað samheitalyf skráð.

Þórir Benediktsson 
Lyfjafræðingur