Andateppa

Hvað veldur andateppu?

Sæl/ll

Með andarteppu geri ég ráð fyrir að þú meinir asthma. Andarteppa (asthmi) er krampi í sléttum vöðvum í minnstu berkjunum.

Ósérhæfðir þættir eða áreiti eru þeir þættir sem allir með astma eru viðkvæmir fyrir. Í þessu sambandi má nefna t.d. tóbaksreyk, kulda, sterka lykt og líkamlega áreynslu.

Sérhæfðir þættir eða áreiti eru hinsvegar þeir þættir sem astmasjúklingar eru með ofnæmi fyrir. Þar má nefna t.d. frjókorn, rykmaura, dýrahár, sveppi, sumar fæðutegundir o.s.frv.

Auk þessara þátta getur þú einnig fengið astmaeinkenni í kjölfar kvefs eða sýkinga í öndunarfærum. Ekki er óalgengt að margir mismunandi og samverkandi þættir valdi astmaeinkennum og ekki er víst að einn þáttur sé afgerandi hverju sinni.

Ef að þú ert oft með andarteppu, eða finnur fyrir einhverjum óþægindum við andardrátt, þá mæli ég hiklaust með að þú farir til læknis sem að gerir þá viðeigandi rannsóknir.

Gangi þér vel,

Bylgja Dís Birkisdóttir, hjúkrunarfræðingur.