Spurning:
38 ára – kona
Ég er með eina spurningu!
Ég var í sambúð í rúm 20 ár og hef verið með þunglyndi og kvíða lengi. Sambýlismaður minn byrjaði í lok sambandsins að tala niður til mín þar sem ég var orðin ansi feit og mjög kvíðin (ofsakvíði). Hann sagði iðulega að ég væri ljót og illa lyktandi ásamt því að hætta að stunda kynlíf með mér. Var ég beitt andlegu ofbeldi?? Hann segist hafa verið að hjálpa mér en þetta kalla ég ekki hjálp. Svo fór að þegar hann sagðist ekki elska mig lengur og væri bara með mér til að ég fremdi ekki sjálfsmorð þá bugaðist ég alveg og reyndi sjálfsvíg sem hefði heppnast ef hann hefði ekki komið snemma heim. Ég var beitt kynferðislegu ofbeldi lengi vel í æsku og ætti að þekkja ofbeldi í allri sinni mynd en ég geri mér ekki grein fyrir því núna að hann hafi beitt mig slíku. Eftir að ég ,,fór,, þá hefur allt gengið upp á við hjá mér þannig…ég er búin að koma mér og drengjunum mínum vel fyrir og er tiltölulega sátt við að þessu sambandi sé lokið. Hann býr reyndar í sömu götu og ég og er þa ð gott fyrir drengina en ekki fyrir mig. Hann er komin með yngri konu og á eitt barn með annari. Mér finst þetta vera óþæginleg nánd. Ég vil sem minnst hafa af honum að segja nema það sem lítur að börnunum. Nú vill hann að ég borgi sér einhverja skuld sem hann segist eiga inni hjá mér og vill fá forræði yfir öðrum stráknum, hann er s.s.alltaf að hringja og ,,biðja,, mig um eitthvað. Ég skulda honum ekkert og við erum með sameiginlegt forræði svo ég veit ekki hvað hann er að spá. Er hann enn við sama heygarðshornið og getur ekki hætt að niðurlægja mig???? Ég bara skil ekki neitt í þessu þar sem ég hef tekið mig á í sambandi við kvíðann og þunglyndið er eiginlega alveg horfið:) Þetta er kannski ruglingslegt bréf en ég er bara áttavillt og er að biðja um álit á ofbeldi.
kveðja.
Svar:
Sæl.
Ef fyrrum sambýlismaður þinn kom svona fram við þig þá þarft þú örugglega ekkert svar við því hvort þetta hafi verið andlegt ofbeldi. Miðað við lýsingarnar er ólíklegt að hann hætti að koma svona fram við þig nema þú setjir honum mörk. Það er vel að betur gengur hjá þér en mér sýnist þú þurfir að taka þig á að þessu leiti. Í raun má segja að þetta sé eins konar meðvirkni eða allavega er reynsla ykkar sambands að hann fær að stjórnast í þér og koma fram við þig á niðurlægjandi hátt. Hann er ennþá að reyna að stjórna þér með því að hringja og biðja um hitt og þetta. Þú þarf að fjarlægjast hann og í raun eiga ykkar samskipti ekki að vera til staðar nema eingöngu í sambandi við börnin. En þú spyrð hvort hann sé ennþá að niðurlægja þig. Því getur þú best svarað út frá því hvernig þér líður. Ef þér líður eins og hann komi ekki fram við þig sem jafningja og af virðingu þá þarft þú að setja honum mörk . Rannsóknir sýna að menn sem misnota konur sínar andlega og líkamlega halda því áfram eftir skilnað. Líklegast er það þannig í þínu tilviki og lítið sem þú getur gert til að breyta honum sem persónu . Þú getur aftur á móti reynt að breyta hegðun hans gagnvart þér og ekki látið bjóða þér upp á áframhaldandi misnotkun.
Gangi þér vel
Brynjar Emilsson sálfræðingur