Asmi

Hæ er hægt að losna við asma með æfingum /Ég fæ stundum berkjabólgur og áreynslu asma

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Astmi er langvinnur lungnasjúkdómur sem getur verið misjafn frá degi til dags. Kuldinn úti gæti vakið upp áreynsluastmann þinn, því væri mikilvægt fyrir þig að ef þú ert að æfa úti að gera það ekki ef það er mikið frost og ef þú þarft að gera það að vera með grímu fyrir andlitinu svo það sé ekki eins kalt loft að fara inn.
Það er mikilvægt fyrir þig að ræða þetta við lækninn þinn og jafnvel fá væg astmalyf til að taka fyrir og eftir æfingar.

Hér getur þú lesið þér til um astma: https://doktor.is/sjukdomur/hvad-er-astmi

Gangi þér vel,

Sigrún Sigurjónsdóttir