Astra Zeneca og methotrexate Pfizer

Ætti sjötugur gigtarsjúklingur sem tekur Methotrexate að fara í Astra Zeneca sprautu ?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Ég ráðlegg þér að ræða við þinn lækni upp á að mögulega breyta lyfjameðferðinni svo að ónæmissvarið þitt við bóluefninu verði sem best – það er einhver hætta á að ónæmisbælandi lyf bæli niður ónæmissvarið og því væri gott að færa lyfjagjafirnar lengra frá bólusetningartímanum eins og hægt er og ráðlegast.

Einu frábendingarnar eru bráðaofnæmi fyrir einhverju innihaldsefninu sem er í bóluefninu.
Einnig er búið að ákveða hér á Íslandi að gefa konum yngri en 55 ára ekki AstraZeneca vegna hættu á blóðtappamyndun.

Þér ætti því að vera óhætt að þiggja boðið um bólusetningu frá þessum þremur bóluefnum sem er verið að gefa á Íslandi í dag.

Gangi þér vel,

Sigrún Sigurjónsdóttir, hjúkrunarfræðingur