Atenólól og fæðubótardrykkir?

Spurning:
XX heiti ég,og mig langar að vita hvort það sé ekki örugglega í lagi að drekka fæðurbótadrykki þó ég sé að taka lyf sem heitir Atenólól (25 mg 1/2 tafla á dag). Takk fyrir og fyrir mjög góðan vef.

Svar:
Það er ekkert sem mælir beinlínis gegn því að fæðubótardrykkir og Atenólól sé notað saman. Sért þú hins vegar að nota Atenólól vegna háþrýstings eða við hjartasjúkdómum, þarft þú að athuga vel hvað fæðubótardrykkirnir innihalda, því þar gæti verið um efni að ræða sem geta aukið hjartslátt eða hækkað blóðþrýsting.

Finnbogi Rútur Hálfdanarson

lyfjafræðingur