Fyrirspurn:
Sæl.
Ég beini hér spurningu minni til atferlisfræðingssins.
Ég á dreng sem er að verða 3 ára.
Hann er vægast sagt erfiður…en samt mjög góður drengur. Hann var yndislegur til eins árs og þá byrjaði allt saman… hann fór að vera óvær og erfiður…svona eins og eðlilegt getur talist en síðan þegar hann var 17 mánaða þá urðu miklar breytingar hjá honum. Við fluttum í nýtt hús sem við byggðum, hann byrjaði á leikskóla, hann eignaðist lítinn bróður og við meira að segja keyptum okur nýjan bíl. Þetta eru miklar breytingar fyrir svona lítið barn. En hann hefur alltaf sofið illa frá eins árs aldri….sem endaði með ferðum suður og þar var stungið á eyrun vegna vökva ínokkur skipti og endaði með rörum sem bara bjargaði hjónabandinu held ég og litla drengnum okkar… því ástandið var orðið vægast sagt….MJÖG ERFITT OG MIKIÐ ÁLAG Á OKKUR AÐ HUGSA UM HANN DAG OG NÓTT…MÁNUÐ EFTIR MÁNUÐ OG HANN GARGANDI OG ÖSKRANDI. En í dag er hann enn gargandi ef eithvað bjátar á….. Það eru einhvern veginn hans fyrstu varnarviðbrögð ef eitthvað er ekki eins og hann vill að sé….og!
við hlaupum alltaf til því hann á lítinn bróður sem við erum alltaf að reyna að vernda…að hann lemji hann ekki og vekji hann ekki osfrv. Já við erum kominn í algjörann vítahring með hann og enn í dag …hann er að verða 3 ára… þá vöknum við nokkrum sinnum á nóttunni og hann fær heitan pela….ef ekki þá gargar hann þannig að allt skelfur í húsinu….og litli vaknar osfrv…. við erum bara svo örmagna…og þreytt að maður gerir allt fyrir smá svefn….já svo er hinn kominn í þennan næturpelagír…þannig að maður er orðinn svo langþreyttur. En málið er hvernig maður getur snúið honum? Þú kannski hugsar hvort hann sé ofvirlur eða eitthvað…en hann getur alveg verið góður og dundað sér einn osfv. og þær á leikskólanum segja það alls ekki…. hann er bara með hrikalegt skap….þá meina ég hrikalegt skap….og á tímabili þá beit hann sig í handlegginn alltaf þegar eitthvað fór úrskeiðis hjá honum (sem hann gerir stundum enn enn samt mun sjaldnar) eða honum var bannað ei!
tthvað… og gargaði þannig að húsið nötraði…. ég veit að ég á óþekk
asta gaurinn á deildinni í leikskólanum….en hann getur samt verið svo yndislegur …. en þessi löstur….stóra skapið,,,,og að bíta sig og hann barði og gerir sjaldan núna…ber hausnum í gólfið…en meiðir sig svo….jeminn já þetta er skrautlegt…en þetta er samt betra núna en áður…en samt slæmt..en málið er HVERNIG Á ÉG AÐ TAKA Á HONUM? Á MAÐUR AÐ FARA TIL ATFERLISFRÆÐINGS? ER ÞAÐ BARA Á GREININGARSTÖÐINNI…..VIL NÚ EKKI FARA MEÐ HANN ÞANGAÐ ÞVÍ HANN ER SVO ERFIÐUR Í FLUGI…(´búum úti á landi)….. EN MÁLIÐ ER BARA AÐ VIÐ ÞURFUM AÐ FÁ AÐSTOÐ HELD ÉG VIÐ AÐ KOMA HONUM ÚTÚR ÞESSU ERFIÐA MYNSTRI SEM HANN ER FASTUR Í GREYIÐ..
Vonandi getur þú ráðlagt mér eitthvað…
Takk kærlega.
Aldur:
Ég er 32 en barnið að verða 3
Kyn:
Kvenmaður
Svar:
Sæl,
Ég svara þér ekki sem atferlisfræðingur heldur er ég hjúkrunarfræðingur með áralanga reynslu af vinnu með börnum á sjúkrahúsum.
Við fyrstu sýn virðist þið föst í vítahring þar sem drengurinn ykkar hefur lært hvaða hegðun virkar best til að fá sitt fram. Öll börn reyna að fara eins langt og þau geta til að fá það sem þau vilja en misjafnt hve langt þau ganga og fer það eftir skapgerð og fleiru þess háttar. Börnum sem líður illa (t.d. vegna eyrnabólgna) læra stundum að fara neikvæðu leiðina að takmarki sínu og mikilvægt er að grípa inní og rjúfa þennan vítahring og "aflæra" þessa neikvæðu hegðun. Það er hins vegar auðveldara um að ræða en að framkvæma og þú talar um að þið séuð orðin þreytt og eruð jafnvel farin að "kaupa ykkur frið" með því að gefa yngri drengnum pela á nóttunni líka því það er svo erfitt að standa í fæturna þegar maður er þreyttur.
Ég sting upp á tvennu fyrir ykkur.
Annað er að hafa samband við svefnmiðstöð barna á Barnaspítala Hringsins í síma 5433736/5433790 og fá ráð og leiðbeiningar. Þar eru hjúkrunarfræðingar sem eru þrautþjálfaðir í að aðstoða útkeyrða foreldra og held ég að þær geti aðstoðað ykkur bæði varðandi eldri drenginn og eins til að koma í veg fyrir að lenda í svefnvanda með þann yngri. Þegar allir fara svo að hvílast betur verður auðveldara að takast á við daginn og setja drengnum mörk. Hann gæti jafnvel átt auðveldara með hegðun sína þegar hann sjálfur fer að hvílast betur.
Hin er að heyra í barnasálfræðingum og bendi ég þér á heimasíðuna http://www.barnasalfraedi.is/barnasalfraedi/is/ og hugsanlega geta þau aðstoðað ykkur.
Með von um að þetta komi að gagni,
Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur