auga

augnlok bólgið og særindi í auga.

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Ef þetta er vægt, gætir þú þvegið augað með soðnu vatni og bómullarskífu tvisvar á dag að minnsta kosti. Þá þværðu utanfrá og í átt að augnkróknum. Ef þetta lagast ekki á 1-2 dögum mæli ég með að þú látir kíkja á augað.

Hérna eru fleiri ráð:

  • Athugið að slímhimnubólga getur smitast á milli augnanna, yfirleitt þegar augun eru nudduð.
  • Þvoið gröft og jafnvel hrúður af með volgu (soðnu) vatni eða saltvatni, það dregur einnig úr einkennum.
  • Notið einnota vasaklúta þegar þið þurrkið ykkur um augun og hendið þeim á eftir. Það dregur úr smithættunni.
  • Einstaklingar með bólgu í auga ættu að nota eigin handklæði.
  • Hendið bakteríudrepandi augnlyfjum þegar meðferð er hætt.

 

Þú getur lesið þér til meira til um bólgu í auga/um hér: https://doktor.is/sjukdomur/slimhimnubolga-i-auga

Gangi þér vel,

Sigrún Eva Sigurjónsdóttir, hjúkrunarfræðingur