Fyrirspurn:
Mig langar að forvitnast,ég fór í augnaðgerð fyrir 18,árum þar sem augasteininn rann alltaf til(gat ekki orðið rangeigð) núna undanfarið er eins og augun ná ekki að fókusa,stundum ekki oft er eins og gardína sé dreiginn fyrir augað og allt verður svart í kanski 5 sek og svo allt í lagi..Getur þetta tengst aðgerðinni eða eitthvað allt annað?
kv H
Svar:
Sæl.
Þetta hljómar eins og tvö aðskilin vandamál hjá þér. Annars vegar er augnþreytan, sem er hugsanlega vegna breytinga í augasteininum og gæti verið minnkaður hæfileiki til að sjá hluti nálægt þér. Það getur þá reynst þreytandi að lesa eða einbeita sér að handavinnu og þvíumlíku og þá þarf að athuga hugsanlega með lesgleraugu. Annað mál er svo með að þér sortni fyrir augum af og til. Það þarf einnig að skoða sérstaklega. Hvað bæði vandamálin varðar þarftu að fara til augnlæknis og láta kanna málin. Ég myndi panta tíma sem fyrst og reyna að fá einhvern til að líta á málin innan mánaðar.
Bestu kveðjur,
Jóhannes Kári Kristinsson