Augnþurrkur

Fyrirspurn:

Góðan daginn ágæti viðtakandi, Í rúmt ár hef ég barist við augun á mér ásamt augnlækninum mínum. Hann sagði að ég yrði að leita til annars augnlæknis þar sem hann væri búinn að gera allt sem honum dytti í hug. Hann prufaði allskonar augndropa á mér, steradropa, lét mig fara í ofnæmisprófun hjá húðsjúkdómalækni sem kom út allt í lagi. Eftirfarandi er að ég þoli ekki alltof mikla birtu, augun eru oft blóðhlaupin þegar ég vakna á mornanna, stundum hálf límd aftur, kláði, eins og það sé sandur í augunum eða eitthvað annað, klæjar oft á daginn í augun, og svo byrjar að renna úr augunum fyrirvaralaust á daginn, reyndar sagði augnlækninirinn að augun blotnuðu ekki nógu mikið, er nú orðin svo þreyttur á þessu, hvað get ég gert varðandi þetta, fæ ég einhverja lausn á þessu vandamáli?

Með fyrirfram þökk, Kær kveðja,

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina.

Eins og þú lýsir þessu þá  virðist vera  að það vanti raka í augun (eins og augnlæknirinn þinn sagði). Sumir einstaklingar slaka svo vel á í svefni að þeir sofa með hálfopinn augu og þá vilja þau þorna.  Það gefur einmitt þessi einkenni um kláða og sandtilfinningu. Það virðist nú sem þú hafir verið í góðum höndum en alltaf er nauðsynlegt að útiloka undirliggjandi orsakir fyrir augnþurrki eins og til dæmis gigtarsjúkdóma ( til dæmis getur sjúkdómurinn Sjögrens valdið þurrki í slímhimnum)

Þú þarft í það minnsta að gæta þess að drekka vel af vökva (um 3 lítra á dag) og nota saltvatnsdropa í augun, án rotvarnarefna (þeir fást án lyfseðils í lyfjaverslunum) nokkrum sinnum á dag til að halda þeim rökum  og mjúkum. Gott er ða hafa þá á náttborðinu og setja í augun um leið og þú vaknar (opna augun eingöngu til að setja dropana í þau og bíða svo smá stund með augun lokuð)

Vonandi kemur þetta að gagni

Bestu kveðjur

Guðrún Gyða