Augnlitur og erfðir

 

Mig langar til að leggja inn eftirfarandi fyrirspurn.  Geta foreldrar sem bæði hafa blá augu eignast brúneygt barn ?  Þrátt fyrir lestur greina um erfðir og augnlit vefst þetta atriði fyrir mér.  Ég væri mjög þakklát fyrir að vera upplýst um þetta.

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

 

Ég set hér tengil á grein sem birtist á doktor.is  eftir Þuríði Þorbjarnardóttur líffræðing,  en þar segir hún m.a.

 

„Venjulega eru heldur engar líkur á að foreldrar sem báðir eru bláeygðir eigi barn með brún augu þar sem hvorugt þeirra hefur í sér gen sem ræður brúnum augnlit. Erfðafræðin er þó aðeins flóknari en þetta og stökkbreytingar geta ruglað þetta erfðamynstur“

 

Með bestu kveðju

 

Guðrún Gyða