Augu

Sælir,
er að spögulera, fæ svo oft þreytu yfir augun, er að fá þetta ansi oft bara dag eftir dag svo get ég verið fín ansi lengi. Þetta er ekkert með svefn að gera. Getur verið að þetta tengist eithvað skjaldkyrtli eða vefjagigt .
Með fyryrfram þökk

Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina.

Þreyta í augum og augnþurrkur er eitt af einkennum vefjagigtar og versnar í vefjagigtarköstum. Augnvöðvarnir þreytast t.d. við einbeitingu og geta þá fylgt sjóntruflanir. Þreyta í augum getur einnig fylgt ofvirkum skjaldkirtli svo ef þú ert með annaðhvort eða bæði gæti það verið skýringin.

Gangi þér vel,

Oddný Þorsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur