Er að byrja með flökt í vinstra auga það er svona eins og sjónvarpslampi sem er að bila þegar að ég lýt upp þá er eins og fljúgi eytthvað frammhjá og eins eru smá ónot við auga og í auga ( búin að prófa gerfitár og það fór ekkert í augað) með fyrirfram þökk
Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.
Einkenni sem þú lýsir gætu átt við glerhlaupslos en augað er fullt af hlaupkenndu efni sem getur skroppið saman og dregur þá í sjónhimnuna sem veldur truflun á sjón með svipuðum einkennum og hjá þér. Ég ráðlegg þér eindregið að fá tíma hjá augnlækni því þó þessi einkenni hverfi oft með tímanum geta þau í verstu tilfellum leitt til sjónhimnulos sem er mjög alvarlegt.
Mígreni byrjar oft með sjóntruflunum og glærum og fylgir þeim oftast höfuðverkur en best er að útiloka fyrst sjúkdóma í auga áður en leitað er til taugalæknis.
Ég bendi á gott svar við svipaðri fyrirspurn á doktor.is (https://doktor.is/fyrirspurn/sjontruflanir-hvao-er-til-raoa
Gangi þér vel
Guðrún Ólafsdóttir,
hjúkrunarfræðingur