Aukaverkanir getnaðarvarnarsprautunnar

Sæl/sæll Hverjar eru algengustu aukaverkanir getnaðarvarnarsprautungar (sem gefin er á 12 vikna fresti)? Getur það minnkað blæðingar eða lokað fyrir þær alveg (ég er 47 ára) og hvað með þyngdaraukningu og minnkuð löngun á kynlífi? Eða er þetta ímyndun í mér?
Takk fyrir

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Það sem þú nefnir eru allt þekktar aukaverkanir af getnaðarvarnarsprautunni. Hafi þetta áhrif á þitt daglega líf skaltu endilega ræða við kvensjúkdómalækninn þinn og hann getur farið betur yfir kosti og galla, skoðað líka hvort eitthvað kannski henti betur og svoleiðis. Læt fylgja með til gamans upplýsingar um sprautuna. Gangi þér/ykkur vel.

https://www.lyfja.is/lyfjabokin/lyf/DepoProvera

Með kveðju

Thelma Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðingur