Aukaverkanir Lamictal og Ospolot?

Spurning:
Hverjar eru sjaldgæfar aukaverkanir annars vegar vegna inntöku lyfsins LAMICTAL og hinns vegar lyfs sem heitir OSPOLOT?

Svar:
Hér fyrir neðan er slóðin á texta lyfsins Lamictal í vefútgáfu Sérlyfjaskrár sem er á heimasíðu Lyfjastofnunar. Sérlyfjaskrá inniheldur opinbera texta um öll lyf skráð hér á landi svokallaða Samantekt á eiginleikum lyfs (SPC). Aukaverkanir eru í kafla 4.8 á síðu 12. Fremst í kaflanum er útskýrt hvað er átt við með þeim orðum sem notuð eru yfir algengi. 1/10 þýðir þannig að einn af hverjum tíu sem taka lyfið fá viðkomandi aukaverkun o.s.frv. http://vefpostur.lyfjastofnun.is/focal/gnh52.nsf/TOC/545A58C704332B0D00256F26003F6386/$FILE/Lamictal.doc
Ospolot er ekki skráð hér á landi né í nágrannalöndunum þannig að um  Sérlyfjaskrártexta er ekki að ræða. Það er þó notað víða á sérstökum undanþágum.  Það hefur því reynst mér erfitt að finna texta um lyfið. Þó hef ég fundið eftirfarandi aukaverkanir: Óstöðugleiki og svimi, dofi, náladofi, í andliti og útlimum, hraður eða djúpur andardráttur, lystarleysi og þyngdartap, útbrot.  (Unsteadiness and giddiness, numbness, prickling or tingling 'pins & needles' of the face & limbs, rapid or deep breathing, loss of appetite and weight loss, rash.)

Finnbogi Rútur Hálfdanarson, lyfjafræðingur