Aukaverkun af Maxalt?

Spurning:
51 ára – kona

Góðan dag. Ég fæ af og til (kannski svona á 3ja mán.fresti) mígrenikast, þar sem ég fæ höfðuverk, sjóntruflanir og eins og samhæfingin brenglist. Ég hef nokkrum sinnum tekið lyfið Maxalt Rapitab 5 mg og virkar það fljótt og vel. Mig langar að spyrja um aukaverkanir af þessu lyfi. Í gær tók ég eina töflu og í nótt og í dag hef ég haft mjög mikla þreytuverki í fótunum án þess að hafa verið í nokkurri áreynslu. Geta verið einhver tengsl þarna á milli?
Með kveðju.

Svar:
Þreytuverkir í fótum sem þú talar um gætu verið aukaverkun frá lyfinu Maxalt.
Algengustu aukaverkanir lyfsins eru svimi, syfja og þreyta. Verkir tengdir vöðvum og beinum er þekkt aukaverkun af lyfinu þó hún sé frekar sjaldgæf.

Finnbogi Rútur Hálfdanarson
lyfjafræðingur